15.12.2013 07:21
Vélarvana við strendur Noregs
mbl.is:
Íslenski beitningavélabáturinn Ásta B. varð vélarvana úti fyrir ströndum Noregs í gærkvöldi. Vont veður var á svæðinu, hátt í 30 m/sek og haugasjór. Björgunarbátur frá Havosund var sendur til bjargar og var íslenski báturinn kominn í tog rétt fyrir kl. 2 í nótt og var hann dreginn til Hønningsvag að sögn skipverja.
Talið er mögulegt að stíflaðar olíuleiðslur hafi gert það verkum að báturinn varð vélarvana.
Skrifað af Emil Páli
Beitningabáturinn Ásta B. Af vef Grindavíkur, grindavik.is