15.12.2013 20:44
Skipverja af flutningaskipi saknað
mbl.is:
Grunur leikur á að maður hafi fallið fyrir borð af erlendu flutningaskipi sem var á leið út úr Reyðarfirði í dag. Skipið var komið um 4,5 sjómílur út frá mynni Reyðarfjarðar um kl. 15 í dag er ljóst var að maðurinn var ekki um borð.
Skipið hafði verið við höfn á Reyðarfirði í dag.
Landhelgisgæslunni barst kl. 18:25 aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Alexia sem var að koma inn til hafnar á Reyðarfirði. Höfðu þeir uppgötvað að skipverja væri saknað, hugsanlega hefði hann fallið fyrir borð. Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu voru samstundis kölluð út til leitar. Auk þess var haft samband við nærstödd skip og þau beðin um að taka þátt í leitinni. Mjög slæmt veður er á svæðinu og stórt leitarsvæði.
Leitin hefur ekki borið árangur og var ákveðið í samráði við lögreglu og bakvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar að fresta leitinni til morguns, segir í frétt Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Sigurður Bogi Sævarsson