14.12.2013 21:10
Sólplast: Einn í lengingu og annar í fullnaðarfrágangi
Hér koma myndir af tveimur bátum sem verið er að vinna við hjá Sólplasti í Sandgerði. Annan er verið að lengja um einn metra sem sett er aftast á bátinn og sitthvað fleira. Hinn var skrokkur smíðaður hjá Bláfelli á Ásbrú og seldur til Hafnarfjarðar þar sem eigandinn ætlaði að ganga frá honum sjálfur, en ekkert var af því og því fór hann fljótlega á söluskrá, sem endaði með því að feðgar úr Keflavík keyptu hann og fengu Sólplast til að klára fullnaðarfrágang á bátnum. Hér kemur syrpa, sem sýnir fjórar myndir af hvorum bátanna fyrir sig og tók ég myndirnar í gær í aðsetri Sólplasts í Sandgerði.




2576. Bryndís SH 128 hjá Sólplasti og á þremur myndanna sést Kristján Nielsen, steypa lenginguna sem kemur aftast á bátinn




Sómi 990, en hann eiga þeir hjá Sólplasti að ganga frá að fullu
© myndir Emil Páll, í gær, föstudaginn 13. des. 2013
