13.12.2013 09:00
Leki að Stekking HF, tekinn upp í Njarðvíkurslipp í gær
Nokkru eftir sjósetningu bátsins í Sandgerði í fyrradag, kom í ljós að leki var að bátnum. Grunur manna var réttur, að orsökina mætti rekja til þess að vélsmiðja utan svæðis kom á vegum útgerðarinnar og sett rör til styrkingar við hælinn og fyrir mistök lak sjór inn þar sem borað var fyrir festingum. Vinna vélsmiðjumannana orsakaði þá töf sem ég sagði frá þegar báturinn var sjósettur, sem um leið bjargaði því að sjósetningin fór fram kl. 14.15.16, þann 11.12.13.
Verk þetta er því alveg óháð Sólplasti sem ný hafði lokið viðgerðum á bátnum. Var bátnum síðan siglt til Njarðvíkur þar sem hann var tekinn upp með Gullvagninum í hádeginu í gær. Er fremri myndin er skoðuð vel sjást einmitt menn vinna að viðgerðinni, undir bátnum að aftanverðu.


2650. Strekkingur HF 30, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær. Á efri myndinni grillir í mennina við að laga bátinn, undir honum rétt framan við hælinn © myndir Emil Páll, 12. des. 2013
