13.12.2013 12:00

Fernanda fer í Helguvík eftir helgi og skip frá Akranesi og Helguvík næst í niðurrif?

Hafin er vinna við að útbúa skurð þann sem skipum verður siglt inn í, er þau koma í niðurrif hjá Hringrás í Helguvík. Stefnt er að því að Fernanda komi þangað n.k. þriðjudag og svo veit ég til þess að Hringrásar menn eru að skoða fleiri skip, m.a. skip á Akranesi og annað í Reykjavík, sem ef af yrði, verða þá rifin á sama stað í Helguvík.


         Vinna er hafin við skurðinn fyrir skipin sem fara í niðurrif hjá Hringrás, í Helguvík © mynd Emil Páll, 12. des.2013