11.12.2013 21:20

Sólplast: Strekkingur HF 30, sjósettur í dag 11.12.13 kl. 14.15.16

Í dag er síðasti dagurinn á þessari öld þar sem dagsetningin myndar talnarunu, 11.12.13, en í dag er 11. desember og árið er 2013. Talnarununa er hægt gera enn lengri með því að bæta við þeirri sekúndu þegar klukkan slær 14.15.16. Þegar ég mætti út í Sandgerði rétt fyrir kl. 13, í dag átti ég aðeins von á að myndatökur yrðu þennan 11.12.13, en síðan urðu tafir á að flutningur á bátnum hæfist og því fór svo að sjálf sjósetningin varð kl. 14.15 og raunar nokkrum sekúntum síðar og því má segja að þegar þessi tímasetning sem verður ekki slegin næstu 100 árin a.m.k. standi.

En hvað um það bátur þessi hefur verið í smá lagfæringu hjá Sólplasti, í Sandgerði og þar fékk hann einnig nafnið Strekkingur HF 30. Hann er í eigu sömu aðila og hafa gert út Storm sem nú er einnig orðinn HF, en honum hefur verið lagt og er til sölu, en þorri áhafnarinnar fór yfir á Stekking og þ.á.m. skipstjórinn.

Sögur herma að útgerðinn eigi ekki aðeins Stekking og Storm, heldur einnig Blíðu og öll eru þessi nöfn nokkuð skondin, hvað veðurfar varðar.

Hér kemur myndasyrpa af flutningi Gullvagnsins á bátnum frá aðsetri Sólplasts og niður að Sandgerðishöfn og sjósetning bátsins sem varð á þessari eftirminnanlegu tímasetningu.


            2650. Stekkingur HF 30, tilbúinn í húsakynnum Sólplasts, fyrir Gullvagninn rétt fyrir kl. 13, í dag


                            Hér er Gullvagninn frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur kominn að bátnum


                  Báturinn á leið út úr húsi og Kristján Nielsen, hjá Sólplasti stjórnar ferðinni








                                           Báturinn kominn út úr húsnæði Sólplasts









                  Gullvagninn, kominn með 2650. Strekking HF 30, af athafnarsvæði Sólplasts og út á Strandgötuna, í Sandgerði á leið sinni niður á höfn


                                               Á leið eftir Strandgötunni


                        Hér eru þeir komnir af Strandgötunni á leið sinni til sjávar


                             Hér er komið niður fyrir Hafnarhúsið og því niður að sjó


            Þá er að snúa við svo hægt sé að bakka niður rennuna, skipstjóri bátsins sést einnig þarna á leið sinni yfir götuna


                                    Rétta þarf stefnuna svo hægt sé að bakka niður


















             Þá er búið að bakka með bátinn niður brautina og hann kominn í sjó og klukkan slær 14.15 og sextán sekúntur betur og báturinn að losna af vagninum


                                                        Svo er bakkað frá








                                  Hér hefur verið bakkað út á höfnina í Sandgerði


                           Að lokum var siglt að bryggju svo hægt væri að setja upp mastrið og gera bátinn klárann til brottferðar © myndir Emil Páll, í dag 11.12.13 kl. 14.15.16