07.12.2013 17:03

Haukur Jónasson, sakar mig um þjófnað

Stuttu eftir að ég birti myndir og frásögn af togaranum Bjarna Ólafssyni, fékk ég tölvupóst frá Hauki Jónassyni, merkt Bjarna Ólafssyni, sem var svohljóðandi: Eru menn byrjaðir að stela efni frá síðunni hjá Óla Ragg.

Svaraði ég honum þegar með þessu: Ha stela, hvað áttu við, myndirnar af Bjarna Ólafssyni RE og af Eidsfjord voru teknar af síðu Shipspotting, en hin af honum með nr. AK 67 er af síðu Ljósmyndasafns Ísafjarðar.  Sé ekkert sem bendir á Óla Ragg þarna.

- til að kanna málið betur fór ég inn á síðu Óla, eftir að ég fékk póstin frá Hauki og sá að Óli hefur fengið myndir frá sama stað og ég þ.e. á Shipspotting og merkti  þær að vísu ekki shipspotting og viðkomandi ljósmyndara, heldur aðeins ljósmyndaranum.

Ef Óli Ragg á einkaleyfi Shipspotting, væri gaman að fá að vita það.