04.12.2013 14:00
Einir SU 520 / Týr TH 111
Hér birti ég frásögn af báti sem var til í rétt rúmlega 30 ár og strandaði tvívegis á þeim tíma. Með frásögninni birti ég mynd tekna af umfjöllun sjómannadagsblaðsins Víkings frá 1957 og í stað þess að kroppa myndina fannst mér það tilheyra að taka mynd af umfjöllunni með þessum hætti sem hér birtist. Einnig birti ég mynd af bátnum eins og hann leit út fyrst

Einir SU 520 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Eskifjarðar, ljósmyndari, óþekktur

Týr TH 111 á strandstað á Langanesi © mynd úr Sjómannablaðinu Víking 1957
Smíðaður í Friðrikssundi 1933.
Báturinn
slitnaði upp 4. mars 1943 af legunni skammt frá Flankastöðum við
Sandgerði og rak á land. Brotnaði báturinn mikið, en var bjargað af
Dráttarbraut Keflavíkur og gert síðan við hann þar.
Eins og kemur
fram hér fyrir ofan þá standaði hann aftur og nú stutt frá Þórshöfn á
Langanesi í apríl 1957. Varðskipið Þór náði honum út og dró til
Akureyrar, en þrátt fyrir frásögnina í Víkingi sem sést fyrir ofan
myndina, held ég að hann hafi verið dæmdur ónýtur er þangað kom en þó ekki skráður ónýtur fyrr en 1. sept. 1961.
Nöfn: Einir SU 520, Friðþjófur SU 520 og Týr TH 111
