03.12.2013 13:00

Magnús NK 72 - 4 myndir

Hér koma fyrst þrjár myndir af bátnum er hann tók þátt í björgun Kópaness RE 8, en eins og áður hefur komið fram bjargaðist skipstjóri Kópaness um borð í Magnús. Þær myndir eru teknar af Sigurði Jóhannssyni, sem var skipverji á Sæunni GK 220, sem bjargað öllum öðrum úr áhöfn Kópaness og gerði síðan tilraun til að draga bátinn til lands, en allt um það kom fram er ég birti myndasyrpu af björgun mannanna.
Síðan birtist ein mynd til viðbótar af Magnúsi NK 72, en sú mynd var tekin við annað tækifæri af Grétari Rögnvarssyni.






          1031. Magnús NK 72, út af Reykjanesi, eins og sést á mynd nr. 2 © myndir Sigurður Jóhannsson, 28. feb. 1973


                         1031. Magnús NK 72 © mynd Grétar Rögnvarsson