01.12.2013 21:10

Myndir og frásögn af björgun áhafnarinnar á Kópanesi RE 8 og af skipinu úti á sjó og síðan komnu upp


Í dag barst mér myndir sem teknar voru af því þegar Kópanes RE 8, fór nánast á hliðina úti á rúmsjó, og segi frá björgun mannanna o.fl. því tengt.

Atburður þessi átti sér stað laust fyrir kl. 16, 28. febrúar 1973, en þá sendi Kópanesið út hjálparbeiðni, því skipið hafði farið skyndilega á hliðina er það var á miðunum út af Reykjanesi. Veiðarfæri skipsins var úti og því ekki hægt að beita skrúfu skipsins til að rétta það við, þar sem mikil hætta var á að veiðarfærin í skrúfuna.

Sæunn GK 220, skipstjóri  Hallgrímur Færseth, var þarna skammt undan og komu þeir Kópanesinu strax til hjálpar. Er Sæunn kom að Kópanesinu var mikill halli kominn að skipinu og óttuðust menn að því myndi hvolfa ( sjá meðfylgjandi myndir)

Eins og sést á myndum þeim sem Sigurður Jóhannsson, skipverji  á Sæunni tók fór áhöfnin fljótlega í gúmíbátinn og þaðan yfir í Sæunni, nema skipstjórinn sem ákvað að vera lengur um borð, þar sem Sæunn átti að freista þess að draga skipið til Grindavíkur. Eftir að dráttartaug hafði verið komið milli skipanna gekk ferðin að óskum. Veður var sæmilegt og sjólítið að sögn Sigurðar.

Fljótlega virtist hallinn á Kópanesinu aukast og því var ráðlegt að skipstjórin yrði ekki lengur um borð og þar sem Magnús NK 72 var einnig á vettvangi stökk skipstjóri Kópanessins um borð í Magnús, sem hafði siglt upp að Kópanesinu.

Eftir nokkra stund virtist Kópanesið vera að rétta sig við aftur og var skipið nánast orðið rétt er skipin komu í innsiglinguna til Grindavíkur, en þá varð það óhapp að dráttartaugin slitnaði og ekki náðist að koma  taug aftur á milli og rak Kópanesið þá upp í fjöru, nánast beint á móti þeim stað sem Gjafar VE hafði strandað nokkrum dögum áður. dögum eftir strandið.

 

Allan þennan tima hafði ljósavélin á Kópanesinu verið i gangi og því áttu menn betra með að fylgjast með skipinu, en á næstu dögum komu hver brotsjórinn á fætur öðrum og áður en menn vissu að var skipið farið að skemmast í fjörunni og þar

Hér fyrir neðan koma myndir frá Sigurði Jóhannssyni af björgun skipverjanna og síðan myndir sem ég tók af Kópanesinu í fjörunni í Grindavík, nokkrum dögum síðar

 

Kópanes RE 8, var aðeins tveggja ára skip, smíðað í Stálvík, Garðabæ

                1154. Kópanes RE 8, var farið að halla mikið, þarna, þegar Sæunn kom að því

                   Áhöfnin fyrir utan skipstjórann yfirgefur Kópanesið og fer í gúmíbátinn


                                 Skipverjarnir á leið yfir í Sæunn GK, í gúmíbátnum


                          Skipverjar af Kópanesi koma í gúmíbátnum að Sæunni

                             Skipbrotsmönnum hjálpað um borð í Sæunni GK


          Nokkrum dögum eftir strandið leit Kópanesið svona út


                 © Litmyndir: Sigurður Jóhannsson, 28. febrúar 1973

                 © Svart/hvítu myndirnar: Emil Páll, í upphafi marsmánaðar 1973