27.11.2013 21:16

Charm / Keflavík / Írafoss / Aasfjord /Altarir


                    Charm, í Danmörku © mynd shipspotting, Lars Steal, 10. apríl 1982


           1624. Keflavík, í Keflavík © mynd Emil Páll, á Sjómannadaginn 1983


                              1624. Írafoss © mynd shipspotting, frode adolfsen


                 Aasfjord, í Portúgal © mynd shipspotting, Joao Viena 12. sept. 200?


                  Altair, í Ghant, Belgíu © mynd shipspotting, Rico Voss, 26. júlí 2010

Smíðanúmer 157 hjá Svenborg SkibsVærft A/S, Svenborg, Danmörku 1978. Keypt hingað til lands 25. júní 1982 og selt úr landi til Argentínu 11. des. 1990. Þaðan var skipið síðan selt til Noregs 1997 og á síðasta ári var það selt til Kanaríeyja, en með heimahöfn í Panama.

Skipið var gefið nafn eftir kaupstaðnum Keflavík, en þaðan voru aðaleigendur fyrirtækisins sem skráð var eigandi skipsins, auk þess sem Saltsalan hf. var með sína aðal bækistöð í Keflavík. Til stóð að næsta skip myndi heita Njarðvík, en af því varð aldrei. Framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi skipsins var Finnbogi Kjeld úr Innri-Njarðvík og þess vegna átti næsta skip að bera nafnið Njarðvík.

M.s. Keflavík kom í fyrsta sinn til hafnar hér á landi á sjómannadaginn 1983 og þá til Keflavíkur, en til heimahafnar komst það ekki því hún var Vík ( í Mýrdal).

Nöfn: Charm, Keflavík, Írafoss, Aasfjord og núverandi nafn: Altair