26.11.2013 12:30
Nýr þjónustubátur Dýrfisks
bb.is:
|
1985. Kópanes ÍS 196, í Reykjavíkurhöfn © mynd af bb.is |
Nýr þjónustubátur Dýrfisks hf., Kópanes ÍS 196, kom til hafnar á Þingeyri í gær. Báturinn lagði úr höfn í Reykjavík í fyrradag en hann er rúmlega 16 metra langur stálbátur, 23 brúttótonn, smíðaður í Njarðvík árið 1989. Báturinn var áður í eigu útgerðarfélags Brim hf. og hét þá Kópanes RE 164, en var nýverið keyptur af Dýrfiski og hefur verið aðlagaður til að þjónusta fiskeldi. Fyrir á Dýrfiskur hf. þjónustubátinn Dýrfisk ÍS-96 og er þetta viðbót við flotan vegna stækkunar eldisstarfsemi félagsins.
Skrifað af Emil Páli

