25.11.2013 21:15

Síðustu dagarnir í 9. veiðiferð Þerneyjar RE 1, sem lauk í gær

Hér koma myndir sem Hjalti Gunnarsson og félagar tóku um borð í Þerney RE 1, þegar þeir voru að ljúka veiðiferðinni sem hófst í Noregi og lauk á Íslandsmiðum, en eins og fram kemur hér fyrir neðan voru þeir raunar með afla úr tveimur veiðiferðum. - Þetta var síðasta frásögnin hjá þeim áður en þeir komu til Reykjavíkur í gær og fyrir neðan þetta koma 7 síðustu myndirnar úr ferðinni. Í sviga aftan við myndatexta kemur fram hvernær viðkomandi mynd var tekin.

,,Þá er það loka hnykkurinn, fylla eldsneytistankana svo þeir hafi eitthvað til að brenna í næstu veiðiferð. Það voru tekin um 1100tonn upp úr sjó á tveimur mánuðum en ekki var landað úr skipinu eftir síðustu veiðiferð hjá strákunum þegar áhafnaskiptin fóru fram í Noregi. Leggjumst að bryggju í Reykjavík að lokinni olíutöku sem gæti verið um kl.21:00.
Gulleyjan kveður í bili og þakkar fyrir samfylgdina í gegnum netið, vona að þið hafið haft jafn gaman af eins og við strákarnir, Ægis-gengið er farið í jólafrí og óskar því ykkur öllum gleðilegra jóla & farsældar á komandi ári
"



          Siggi kokkur búinn að tendra i grillinu í hríðarbyl, fyrir norðan land    (16. nóv.)


            Sökum anna í eldhúsinu fékk Sigurður, undirverktaka (Hjalta Gunnarsson) í að grilla ofan í strákanna meðan hann hrærði í sósu og steikti ábót af kartöflum    (16. nóv.)


            Björn bróðir að tala við konuna. Hann sagðist vilja hafa nóg af jólabjór í ísskápnum og ekki bensínljósið á bílnum þegar hann mætir í Eyjafjörðinn.  ( 20. nóv.)


               Kristján bræðslumeistari, skrapp niður til að kanna aðstæður  ( 22. nóv. )


           Það fór gufurör í fiskimjölsverkmiðjunni í gær, með tilheyrandi gufustrók. ( 22. nóv.)


          Síðustu fiskarnir i þessari veiðiferð. Skúli sér um að spraka þeim út úr móttökunni. (24. nóv.)


         Krissi aðstoðarmatsveinn að hræra í grjónagrautnum meðan Siggi kokkur sinnir öðru. ( 24. nóv.)

    2203. Þerney RE 1 © myndir úr 9. veiðiferð 2013, teknar aðallega af Hjalta Gunnarssyni, um borð í togaranum