25.11.2013 13:00
KLEVSTRAND og vandræðin í kring um komu þess til Sandgerðis
Vandræðagangur sá sem ég segi frá í fyrirsögn, snýr að mér, heimildarmanni síðunnar. En þannig var málum háttað að þar sem ég hafði frétt að þetta skip ætti að koma til Sandgerðis og taka flutninga þá sem Fernanda hefur þjónað. Þegar ég sá að skipið var statt um kl. 12 á hádegi á laugardag við Reykjanesið, ákvað ég að fylgjast með skipinu og taka myndir þegar skipið kæmi til Sandgerðis.
En það fór öðruvísi, en ég átti von á. Ástæðan var sú að þó ég hafi verið búinn að reikna út frá AISinu, kæmi skipið upp úr kl. 15 að Sandgerði, en það gerðist alls ekki heldur dólaði skipið sér út á djúpleiðina og var kom ekki grynnra fyrr en það var farið að nálgast Garðskaga og dólaði þá frá Sandgerði með stefnu inn á Flóann. Þegar loksins var búið að snúa skipinu við var skyggnið horfið og því ákvað ég að taka myndir af skipinu við bryggju í Sandgerði að morgni sunnudagsins. Um leið og aðeins fór að birta þaut ég út í Sandgerði, en viti menn þá hafði skipið verið lestað trúlega laugardagskvöldið, eitthvað um nóttina og snemma morguns, því að var farið og sá ég það þá á Aisinu þar sem stefnan var úr landi. - Þetta set ég hér inn sem smá djók um það hvernig málin fara stundum öfuga leið. heheh.

KLEVSTRAND, í Frederikshavn © mynd MarineTraffic, Sven Stensby
En það fór öðruvísi, en ég átti von á. Ástæðan var sú að þó ég hafi verið búinn að reikna út frá AISinu, kæmi skipið upp úr kl. 15 að Sandgerði, en það gerðist alls ekki heldur dólaði skipið sér út á djúpleiðina og var kom ekki grynnra fyrr en það var farið að nálgast Garðskaga og dólaði þá frá Sandgerði með stefnu inn á Flóann. Þegar loksins var búið að snúa skipinu við var skyggnið horfið og því ákvað ég að taka myndir af skipinu við bryggju í Sandgerði að morgni sunnudagsins. Um leið og aðeins fór að birta þaut ég út í Sandgerði, en viti menn þá hafði skipið verið lestað trúlega laugardagskvöldið, eitthvað um nóttina og snemma morguns, því að var farið og sá ég það þá á Aisinu þar sem stefnan var úr landi. - Þetta set ég hér inn sem smá djók um það hvernig málin fara stundum öfuga leið. heheh.

KLEVSTRAND, í Frederikshavn © mynd MarineTraffic, Sven Stensby
Skrifað af Emil Páli
