22.11.2013 21:30
Sólplast í dag: Gísli KÓ 10 sjósettur og Bíldsey II SH 63 tekin í hús
Hér kemur löng myndasyrpa af tveimur bátum sem komu við sögu hjá Sólplasti í Sandgerði í dag. Við sögu komu tveir ljósmyndarar, þ.e. þeir Emil Páll og Jónas Jónsson og eru allar myndirnar sem nú birtast af Gísla teknar af Jónasi en sumar af myndunum af Bíldsey II eru teknar af Emil Páli, en þorri þó tekin af Jónasi.
Það er af Bíldsey II SH að segja að báturinn var að koma í lagfæringu á yfirbyggingunni, sem fór úr lagi á makrílveiðunum í sumar.
Eins og sést undir myndunum af Bíldsey II komu upp óvænt vandamál en þau voru leyst á staðnum, en hér kemur syrpurnar og fyrst birtast myndirnar af Bíldsey II og síðan af Gísla.

2650. Bíldsey II SH 63, á Gullvagninum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur á níunda tímanum í morgun © mynd Emil Páll


Gullvagninn kemur með 2650. Bíldsey II SH 63, til Sandgerðis í morgun og á eftir honum sést kraninn sem hífði Gísla KÓ í sjóinn © mynd Jónas Jónsson


Hér bakkar Gullvagninn með 2650. Bíldsey II, inn planið hjá Sólplasti © mynd Jónas Jónsson




Hér er báturinn kominn lagleiðina að húsi því sem hann á að fara inn í © myndir Jónas Jónsson

Hér hefur verið stöðvað með að bakka inn, en eins og sést á næstu myndum er mastrið of hátt til að báturinn komist inn © mynd Emil Páll




Kristján Nielsen og Markó, komnir upp á bátinn til að fella mastrið © myndir Emil Páll

Báturinn tekinn aftur út til © mynd Emil Páll



Þrátt fyrir að báturinn hafi verið yfirbyggður hjá Sólplasti í þessu sama húsi fyrir mörgum árum, kom í ljós að hann myndi standa út úr húsinu, sökum þess að búið var að lengja hann að aftan og því tók hann meira pláss...

... ekki verður því hægt að loka hurðinni, eins og til stóð og mun því verða byggt fyrir svo báturinn verður inni og í skjóli sá hluti sem nú á að lagfæra © myndir Emil Páll

Þá er komið að Gísla KÓ 10 og var hann dreginn með lyftara niður á bryggju og hófst sú ferð áður en það fór að birta.



1909. Gísli KÓ 10, á leið niður á bryggju, en þar kom einnig óvænt bið, sem varð vegna þess að kraninn sem átti að hífa bátinn í sjóinn, lenti fyrir aftan Gullvagninn sem var að koma Sandgerðisveginn með Bíldsey II og komst ekki fram fyrir hann og því urðu tafir á komu hans niður á Sandgerðisbryggjuna.

Hér er verið að undirbúa það að kraninn lyfti Gísla af vagninum og lyftarinn sést þarna líka







Þá er báturinn að nálgast að fara yfir sjóinn

1909. Gísli KÓ 10. Sjósetningu lokið, í Sandgerðishöfn
© myndir af 1909. Gísla KÓ 10, Jónas Jónsson og af 2650. Bíldsey II SH 63, Emil Páll og Jónas Jónsson, í dag 22. nóv. 2013
Það er af Bíldsey II SH að segja að báturinn var að koma í lagfæringu á yfirbyggingunni, sem fór úr lagi á makrílveiðunum í sumar.
Eins og sést undir myndunum af Bíldsey II komu upp óvænt vandamál en þau voru leyst á staðnum, en hér kemur syrpurnar og fyrst birtast myndirnar af Bíldsey II og síðan af Gísla.

2650. Bíldsey II SH 63, á Gullvagninum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur á níunda tímanum í morgun © mynd Emil Páll

Gullvagninn kemur með 2650. Bíldsey II SH 63, til Sandgerðis í morgun og á eftir honum sést kraninn sem hífði Gísla KÓ í sjóinn © mynd Jónas Jónsson


Hér bakkar Gullvagninn með 2650. Bíldsey II, inn planið hjá Sólplasti © mynd Jónas Jónsson




Hér er báturinn kominn lagleiðina að húsi því sem hann á að fara inn í © myndir Jónas Jónsson

Hér hefur verið stöðvað með að bakka inn, en eins og sést á næstu myndum er mastrið of hátt til að báturinn komist inn © mynd Emil Páll




Kristján Nielsen og Markó, komnir upp á bátinn til að fella mastrið © myndir Emil Páll

Báturinn tekinn aftur út til © mynd Emil Páll



Þrátt fyrir að báturinn hafi verið yfirbyggður hjá Sólplasti í þessu sama húsi fyrir mörgum árum, kom í ljós að hann myndi standa út úr húsinu, sökum þess að búið var að lengja hann að aftan og því tók hann meira pláss...

... ekki verður því hægt að loka hurðinni, eins og til stóð og mun því verða byggt fyrir svo báturinn verður inni og í skjóli sá hluti sem nú á að lagfæra © myndir Emil Páll

Þá er komið að Gísla KÓ 10 og var hann dreginn með lyftara niður á bryggju og hófst sú ferð áður en það fór að birta.



1909. Gísli KÓ 10, á leið niður á bryggju, en þar kom einnig óvænt bið, sem varð vegna þess að kraninn sem átti að hífa bátinn í sjóinn, lenti fyrir aftan Gullvagninn sem var að koma Sandgerðisveginn með Bíldsey II og komst ekki fram fyrir hann og því urðu tafir á komu hans niður á Sandgerðisbryggjuna.

Hér er verið að undirbúa það að kraninn lyfti Gísla af vagninum og lyftarinn sést þarna líka







Þá er báturinn að nálgast að fara yfir sjóinn

1909. Gísli KÓ 10. Sjósetningu lokið, í Sandgerðishöfn
© myndir af 1909. Gísla KÓ 10, Jónas Jónsson og af 2650. Bíldsey II SH 63, Emil Páll og Jónas Jónsson, í dag 22. nóv. 2013
Skrifað af Emil Páli
