21.11.2013 21:10

Gísli KÓ 10, tekinn út úr húsi hjá Sólplasti, í dag eftir viðgerð eftir ásiglingatjón og endurbætur

Í hádeginu í dag var Gísli KÓ 10 tekinn út úr húsi hjá Sólplasti í Sandgerði, eftir endurbætur og viðgerð á tjóninu sem varð þegar báturinn sigldi á bryggju á Vestfjörðum. Vera bátsins hjá Sólplasti var ekki löng eða 10 dagar, þrátt fyrir að báturinn hafi m.a. verið heilmálaður.

Kemur hér syrpa af því þegar báturinn var tekinn út úr húsinu, en hann verður sjósettur í fyrramálið.


















          1909. Gísli KÓ 10, kominn út hjá Sólplasti, í Sandgerði í hádeginu í dag. Maðurinn sem sést á sumum myndanna er Kristján Nielsen, hjá Sólplasti © myndir Emil Páll, 21. nóv. 2013