20.11.2013 17:00

Gunnar Hámundarson GK 357, kominn til föðurhúsanna

Ekki er þetta sagt í neikvæðri meiningu, heldur frekar sem orðaleikur í tilefni af því að báturinn er kominn upp í slippinn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, en báturinn var árið 1954, smíðaður sem nýsmíði nr. 1 hjá þeirri stöð og því er hann hann kominn til foreldranna, eða til föðurhúsanna.


           500. Gunnar Hámundarson GK 357, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur i dag © mynd Emil Páll, 20. nóv. 2013