18.11.2013 21:16

Nýtt skip: Jónína Brynja ÍS 55, í Hafnarfirði í dag

Jónína Brynja ÍS-55 var sjósett í síðustu viku en línubáturinn er nýsmíði frá Trefjum í Hafnafirði fyrir útgerðarfélagið Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík. Jónína Brynja kemur í stað nöfnu sinnar sem strandaði við Straumnes norðan Aðalvíkur fyrir um ári. Tveir menn voru um borð en þeir komust af sjálfdáðum í land sem telst mikil mildi. Skipverjarnir sendu neyðarboð og voru nærstödd skip þegar kölluð á staðinn sem og björgunarsveitir. Eftir neyðarboðin heyrðist ekkert skipverjunum í nokkurn tíma vegna lélegs fjarskiptasambands og óttast var um afdrif þeirra. Loks náði þó eitt af aðvífandi skipum sambandi við þá í gegnum talstöð. Eins og áður segir komust mennirnir í land af sjálfsdáðum en báturinn maraði mölbrotinn í hálfu kafi. Hann var nýr og hafði aðeins farið í fimmtán róðra og verðmæti hans og tækja talið vera um 130 milljónir króna. 

Nýja skipið mun vera fyrsta Cleopatra 50 sem smíðuð er fyrir Íslandsmarkað að Rósinni undanskilinni en hún er farþegaskip og með minni vél.

Hér koma myndir sem Tryggvi tók fyrir síðuna, af bátnum í Hafnarfjarðarhöfn í dag.








          2868. Jónína Brynja ÍS 55, í Hafnarfjarðarhöfn í dag © myndir Tryggvi, 18. nóv. 2013