18.11.2013 12:04

Fernanda í Njarðvík - rifin á næstu dögum í Helguvík

Í gær eftir að dimman tók völdin kom Magni með Fernöndu til Njarðvíkur, en samkvæmt viðtali við forráðamenna Hringrásar á Rúv í morgun verður skipið rifið út í Helguvík og fer þangað á næstu tveimur dögum.
Þar sem að myndavélin sem ég hef þessa dagana náði ekki skipinu í gærkvöldi birti ég hér myndir sem ég tók af skipinu núna áðan.








                  Fernanda, í Njarðvíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 18. nóv. 2013