17.11.2013 21:11
Skemmdist er hann sigldi á bryggju á Vestfjörðum - viðgerð að ljúka hjá Sólplasti, Sandgerði
Síðastliðinn laugardag, 9. nóv. var Gísli KÓ 10, tekinn inn í hús hjá Sólplasti í Sandgerði, til að gera við skemmdir sem urðu er báturinn sigldi á bryggju í höfn einni á Vestfjörðum. Um leið og hann var kominn í hús hófst viðgerð á tjóninu s.s. á stefni bátsins og víðar og má segja að þeim sé lokið því í dag var verið að mála bátinn. En eins og oft þegar bátar eru á annað borð komnir til viðgerðar er notað tækifærið til að gera meira og hjá báti sem ekki hefur komið í hús í tæp 27 ára eins og þessi var tækifærið sannarlega notað og er hann því málaður og gerð meiri viðhaldsvinna á honum, en reiknað er með að því ljúki öllu nú innan nokkra daga.
Hér birti ég mynd af honum þegar hann kom til Sólplast fyrir rétt rúmri viku. Svo og myndir teknar sl. föstudag og í dag, þegar verið var að vinna við hann.

Komið með 1909. Gísla KÓ 10, til Sólplasts, laugardaginn 9. nóv. 2013

Báturinn til hægri er Gísli KÓ 10 og má sjá að þarna er búið að gera við á ýmsum stöðum, en mynd þessi var tekin föstudaginn 15. nóv. sl.




Þennan sama dag, þ.e. föstudaginn 15. nóvember er Kristján Nielsen hjá Sólplasti að yfirfara viðgerðirnar og gera klárt fyrir næsta áfanga

Í dag, sunnudaginn 17. nóv. hóf síðan Kristján að mála bátinn
Næst koma myndir af því þegar verkinu er lokið sem ætti að verða innan nokkra daga
© myndir Emil Páll, í nóvember 2013
Hér birti ég mynd af honum þegar hann kom til Sólplast fyrir rétt rúmri viku. Svo og myndir teknar sl. föstudag og í dag, þegar verið var að vinna við hann.

Komið með 1909. Gísla KÓ 10, til Sólplasts, laugardaginn 9. nóv. 2013

Báturinn til hægri er Gísli KÓ 10 og má sjá að þarna er búið að gera við á ýmsum stöðum, en mynd þessi var tekin föstudaginn 15. nóv. sl.



Þennan sama dag, þ.e. föstudaginn 15. nóvember er Kristján Nielsen hjá Sólplasti að yfirfara viðgerðirnar og gera klárt fyrir næsta áfanga

Í dag, sunnudaginn 17. nóv. hóf síðan Kristján að mála bátinn
Næst koma myndir af því þegar verkinu er lokið sem ætti að verða innan nokkra daga
© myndir Emil Páll, í nóvember 2013
Skrifað af Emil Páli
