17.11.2013 15:18
Magni á leið til Njarðvíkur með Fernöndu
Samkvæmt vef Faxaflóahafna er dráttarbáturinn Magni nú á leið til Njarðvíkur með Fernöndu í togi, en ekki til Helguvíkur. Samkvæmt því verður verklagið svipað og þegar gamli Þór var brotinn niður að fyrst var skipið dregið til Njarðvíkur þar sem allt spilliefni og annað var tekið úr skipinu og síðan var það dregið sína hinstu för, út í Helguvík og þannig verður það trúlega með Fernöndu


2686. Magni, leggur af stað með Fernöndu frá Grundartanga um kl. 11 í morgun, áleiðis til Njarðvíkur © myndir af vef Faxaflóahafna, í dag 17. nóv. 2013


2686. Magni, leggur af stað með Fernöndu frá Grundartanga um kl. 11 í morgun, áleiðis til Njarðvíkur © myndir af vef Faxaflóahafna, í dag 17. nóv. 2013
Skrifað af Emil Páli
