17.11.2013 12:53
Fernanda á leið til Helguvíkur
mbl.is
Hringrás mun annast niðurrif flutningaskipsins Fernöndu í Helguvík. Í morgun voru landfestar skipsins leystar á Grundartanga og hinsta ferð þess hófst. Dráttarbáturinn Magni dregur skipið til Helguvíkur.
Þetta kemur fram í frétt frá Faxaflóahöfnum. Þar segir að ýmislegt hafi komið upp á í ferlinu frá bruna til förgunar og eitt og annað þurfi að skoða í ljósi reynslunnar. „Aðalatriði málsins er að Landhelgisgæslan stóð sem fryr frábærlega að björgun áhafnar skipsins og gerði hvað hægt var að drag aúr líkum á að bruninn skapaði hættu á mengun.“
Átján dagar eru nú liðnir frá því að eldur kviknaði um borð í skipinu.
ooo
- Samkvæmt AIS-inu ættu skipið að vera komin þangað á sjöunda tímanum í kvöld -
