15.11.2013 12:00
Vöggur GK 204, Árni Geir KE 31, hugsanlega Guðfinnur KE 32, Askur KE 11 sokkinn og fl.
Fyrir nokkrum dögum birti ég mynd sem Þórir Ólafsson tók af Aski KE 11, sokknum við bryggju í Keflavík. Nú kemur önnur mynd af bátnum sokknum, en frá öðru sjónarhorni, engu að síður segi ég ekki meira frá honum nú, en gerði það þegar ég birti hinar myndirnar.
Á þessari mynd sem Þórir tók í Keflavíkurhöfn, má einnig sjá fjóra aðra báta sem eru 911. Vöggur GK 204, 288. Árni Geir KE 31, sennilega 475. Guðfinnur KE 32 og þann fjórða þekki ég ekki.
![]()

Askur KE 11, á botni Keflavíkurhafnar, 911. Vöggur GK 204, 288. Árni Geir KE 31, sennilega 475. Guðfinnur KE 32 og einhver sem ég þekki ekki © mynd Þórir Ólafsson
AF vefpósti:
Frá góðum velunnara síðunnar: Þetta er ekki Guðfinnur hann var með öðru vísi afturenda. Mér dettur í hug að þetta geti verið Hrönn II. GK (588) eða sem var reyndar ekki hvít sá bátur var með svona dökkt stýrishús reyndar var Ólafur Magnússon líka með dökkt stýrishús eða Guðbjörg GK 220 (473) og báturinn þar fyrir innan gæti verið Manni KE 99 ég held að hann hafi verið með Decca radar.
Þetta eru ekki nein heilög sannindi bara eitthvað sem mér finnst líklegt.
