14.11.2013 06:00

Ásver VE 355

Ég var á Ásver Ve 355 gosvertíðina 1973 og þá var hann gerður út frá Vestmannaeyjum og þá var nýlega búið kaupa hann til Eyja, af Rikka í Ási, sem var skipstjóri og Garðari Ásbjörnssyni vélstjóra. Við vorum fyrst á loðnuveiðum og lönduðum m. a. oft í Eyjum. Í lok mars var skipt yfir á net og var verið á netum til vertíðarloka. Var mest verið með netin í nágrenni við Eyjar og fiskaðist vel. Við lönduðum í Grindavík og aflanum ekið til Keflavíkur. Kv. Tryggvi Ingólfsson


                                     254. Ásver VE 355 © mynd Snorri Snorrason