10.11.2013 21:15

Sigurjón Arnlaugsson GK, dró Ásgeir Magnússon II GK 59 út í Helguvík, þar sem hann var brenndur

Hér kemur myndasyrpa frá Ásgeir Hjálmarssyni sem sýnir þegar Sigurjón Arnlaugsson GK 16, fór með Ásgeir Magnússon II GK 59, út í Helguvík og þar var hann brenndur. Auk þess sjáum við á myndum þessum Hjálmar Magnússon föður Ásgeirs og útgerðarmann í Garði, auk starfsmanna frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur sem fór með í ferðina, en báturinn var dreginn frá Njarðvíkurslipp. Atburður þessi átti sér stað áður en framkvæmdi hófust í Helguvík við að gera hana að olíuhöfn, þannig að þær eru nokkra áratuga gamlar.




           Hér er 290 Sigurjón Arnlaugsson GK 16, með 331. Ásgeir Magnússon II GK 59, utan á sér á leiðinni í Helguvíkina. Mennirnir sem standa í þeim síðarnefnda eru frá vinstri Hjálmar Magnússon, útgerðarmaður í Garði, Halldór Pálsson (þessi dökkhærði) starfmaður Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og aðrir sem sjást eru starfsmenn þess fyrirtækis, en ég man ekki nöfnin á þeim


             331. Ásgeir Magnússon II GK 59, séð frá 290. Sigurjóni Arnlaugssyni GK 16


                           Báturinn kominn upp í fjöru í Helguvík og búið að kveikja í


                      Hér er kominn mikill eldur í 331. Ásgeir Magnússon II GK 59, í Helguvík

                                               © myndir frá Ásgeiri Hjálmarssyni