10.11.2013 17:00
Lagarfoss GK 516, Kári GK 146, Hólmsteinn GK 198 og Trausti KÓ 9
Nú birti ég þrjár gamlar myndir frá Ásgeir Hjálmarssyni, í Garði og upp úr kl. 21 í kvöld birti ég aðra syrpu, nokkuð frábrugðna þessari, hún er einnig frá Ásgeiri.
- Sendi ég Ásgeir Hjálmarssyni, kæra þakkir fyrir myndirnar -

Lagarfoss GK 516, á legunni í Sandgerði og 631. Kári GK 146 ex Þórkatla frá Grindavík, á þessum báti hóf Ásgeir sinn sjómannsferil, árið 1957

Hólmsteinn GK 198 og 859. Trausti KÓ 9, við Gerðabryggju

631. Kári GK 146, trúlega nýkominn frá Dráttarbraut Keflavíkur, ný skveraður
© myndir frá Ásgeir Hjálmarssyni
