09.11.2013 21:20
Gísli KÓ 16: Tekinn inn í hús hjá Sólplasti í dag - fyrsta sinn í hús á 27 árum
Gísli KÓ 16, sem í dag var tekinn inn í hús hjá Sólplasti í Sandgerði var að fara inn í hús í fyrsta skiptið á þeim tæpu 27 árum sem liðin eru frá því að smíði hans lauk í Noregi. Á þeim tíma hefur hann að vísu farið einu sinni í skutlengingu og svo skemmtilega vill til að það var hjá Sólplasti, sem þá var í Innri-Njarðvík, árið 2001. Þá var hann ekki tekinn í hús, heldur tjaldað yfir þann hluta bátsins sem unnið var við.
Báturinn var smíðaður í Harstad, í Noregi og var skráður í febrúar 1987 og hefur borið nöfnin: Sunna EA, Unna HF, Unna KE, Unna ÍS og nú Gísli KÓ.
Hér kemur myndasyrpa sem ég tók af bátnum í dag frá því að hann var niðri á bryggju í Sandgerði og þar til hann var kominn inn í húsið hjá Sólplasti, sem nú vermir hann í fyrsta skiptið á þessum tæpu 27 árum.


1909. Gísli KÓ 10, bíður þess á bryggjunni í Sandgerði, eftir að verða sóttur, í dag



Ferðin er hafin upp bryggjuna og er hann dreginn af lyftara frá Vélsmiðju Sandgerðis og eru eigandi bátsins ásamt Kristjáni Nielsen, hjá Sólplasti í rauða bílnum á eftir






Strandgatan farin frá höfninni og í átt að Sólplasti



Hér er nánast komið að Sólplasti og því tekur Kristján sig út úr röðinni

Hér er Valli á lyftaranum að gera sig klárann til að geta bakkað inn á athafnarsvæði Sólplasts




Þarna er eigandinn kominn upp í bátinn, því taka þurfti niður mastrið áður en bakkað væri inn

Svo er bara að bakka inn í húsnæði Sólplasts


Þarna er báturinn nánast kominn inn og Kristján fylgist með


Þarna eru þeir saman inni, hlið við hlið 2576. Bryndís SH 128 og 1909. Gísli KÓ 10, hjá Sólplasti í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 9. nóv. 2013
Báturinn var smíðaður í Harstad, í Noregi og var skráður í febrúar 1987 og hefur borið nöfnin: Sunna EA, Unna HF, Unna KE, Unna ÍS og nú Gísli KÓ.
Hér kemur myndasyrpa sem ég tók af bátnum í dag frá því að hann var niðri á bryggju í Sandgerði og þar til hann var kominn inn í húsið hjá Sólplasti, sem nú vermir hann í fyrsta skiptið á þessum tæpu 27 árum.


1909. Gísli KÓ 10, bíður þess á bryggjunni í Sandgerði, eftir að verða sóttur, í dag



Ferðin er hafin upp bryggjuna og er hann dreginn af lyftara frá Vélsmiðju Sandgerðis og eru eigandi bátsins ásamt Kristjáni Nielsen, hjá Sólplasti í rauða bílnum á eftir






Strandgatan farin frá höfninni og í átt að Sólplasti



Hér er nánast komið að Sólplasti og því tekur Kristján sig út úr röðinni

Hér er Valli á lyftaranum að gera sig klárann til að geta bakkað inn á athafnarsvæði Sólplasts




Þarna er eigandinn kominn upp í bátinn, því taka þurfti niður mastrið áður en bakkað væri inn

Svo er bara að bakka inn í húsnæði Sólplasts


Þarna er báturinn nánast kominn inn og Kristján fylgist með


Þarna eru þeir saman inni, hlið við hlið 2576. Bryndís SH 128 og 1909. Gísli KÓ 10, hjá Sólplasti í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 9. nóv. 2013
Skrifað af Emil Páli
