09.11.2013 16:54

5 bátar í húsi hjá Sólplasti - góð verkefnastaða - þó er hægt að bæta við

Í þegar búið var að setja bát inn í hús hjá Sólplasti í dag, voru 5 bátar komnir inn hjá fyrirtækinu, bátar sem verið er að gera mismikið við. Sá sem kom í dag inn, var að hús í fyrsta sinn eftir tæplega 27 ára útiveru, þ.e. frá því að hann var smíðaður í Noregi í febrúar 1987.

Þrátt fyrir að fimm bátar séu komnir í hús, eru nokkrir aðrir bátar í pípunum eins og það er kallað, þ.e. framundan er góð verkefnastaða hjá fyrirtækinu,þó er hægt að bæta við verkefnum. Í kvöld kemur syrpa af þeim sem er var að koma í fyrsta sinn inn í  hús i tæp 27 ár.


              2576. Bryndís SH 128 og 1909. Gísli KÓ 10,  eru meðal þeirra fimm báta sem nú eru í húsi hjá Sólplasti í Sandgerði © mynd Emil Páll, í dag, 9. nóv. 2013

AF FACEBOOK:

Auðbjörg Guðjónsdóttir Glæsilegt