08.11.2013 07:00

Marz KE 197


                 787. Mars KE 197, að koma inn til Keflavíkur © mynd Þórir Ólafsson


Báturinn sem upphaflega var smíðaður í Frederikssund í Danmörku 1955, strandaði í Keflavíkurhöfn 17. janúar 1970 og var síðan bjargað af Björgun hf., Endurbyggður og lengdur í Njarðvik 1971 og stórviðgerð í Keflavík 1982.

Hann var síðan úreltur í febrúar 1991 og seldur úr landi 13. nóvember það ár skv. skipaskrá. Báturinn lá þó í Ólafsfjarðarhöfn þar til um miðjan janúar 1995 að draga átti hann til Garðabæjar, en á leiðinni sökk hann út af Hornbjargi. Þá vissu yfirvöld ekki annað en að báturinn hefði farið verið seldur úr landi á sínum tíma.

Nöfn: Sigurður Árnason SU 85, Þerney KE 33, Sigurður Ólafsson SF 44, Sigurður Sveinsson SH 36, Marz KE 197, Marz ST 150, Marz ÓF 44 og Guðvarður ÓF 44.