08.11.2013 12:00
Þegar Katla var hætt komin í Keflavíkurhöfn og Eldey bjargaði skipinu og síðan kom Vilborg við sögu

Frétt úr Alþýðublaðinu
31. janúar 1964
Eins og sést á fréttinni hér að ofan var m.s. Katla að leggja frá bryggju í Keflavík, er vélar skipsins tóku ekki við sér og rak skipið þvert yfir höfnina og upp í fjöru. Eldey KE 37, sem var við bryggju fór þegar af stað og dró Kötlu út úr fjörunni. Þegar þeir slepptu dráttartauginni vildi ekki betur til en að hún lenti í skrúfu Eldeyjar. Vilborg KE 51 sem einnig var á staðnum náði að draga Eldey frá fjörunni áður en hún lenti þar.
Hér með færslu þessari birti ég myndir úr safni mínu af Kötlu, Eldey og Vilborgu. Þá er gaman að geta þess að Eldey fékk það góð björgunarlaun fyrir björgunina að ég veit um einn skipverja sem ég held að hafi verið háseti, gat notað þau til íbúðarkaupa, en þann fékk 35 þúsund krónur á þáverandi gengi.


42. Eldey KE 37 © mynd í eigu Emils Páls, ljósmyndari einn velunnari síðunnar

893. Vilborg KE 51 © mynd Snorri Snorrason
Skrifað af Emil Páli
