08.11.2013 15:45

Búið að aflétta farbanni á Samskip Arnarfelli

Af heimasíðu Siglingastofnunar:
 

Flutningaskipið Samskip Akrafell sett í farbann

 

Við hafnarríkiseftirlit í Sundahöfn 14. október sl. var flutningaskipið m/s Samskip Akrafell sett í farbann. Skipið sem skráð er á Kýpur er undir eftirliti GL, var smíðað árið 1998 og er 4450 brúttótonn að stærð. Útgerð skipsins er Samskip á Íslandi.

 

Gerðar voru átta athugasemdir við skipið, þar af tvær alvarlegar. Þann 18. október var viðgerð við skipið lokið og farbanni aflétt.



            Samskip Arnarfell, í Rotterdam © mynd MarineTraffic, Hannes van Rijn, 28. okt. 2013

 

AF FACEBOOK:

Sigurbrandur Jakobsson Siglingastofnun er ekki dugleg að uppfæra heimasíðuna sína þetta er svoldið gömul frétt