08.11.2013 21:15
5 myndir frá Þerney RE 1
Hér koma fimm myndir frá þeim á Þerney RE 1, en þær voru teknar í dag og í gær og samkvæmt fréttum frá þeim er farið að styttast í veiðar hjá þeim þarna í Barentshafi.

Ægir skipstjóri að mæta á vakt og Friðrik yfirstýrimaður fer yfir tog næturinnar

Siggi kokkur að skera purusteikina í hádeginu

Vaktaskiptin í Vélarúminu, Kristján færir í dagbók það sem fram fór á vaktinni hjá honum. Smurt í færibönd á millidekki, þrifið í vélarúmi, lagfært salerni í líkamsræktaraðstöðu, svo eitthvað sé eitthvað sé nefnt

Klukkan 10:00 í morgun var sólin að síga hérna í norður Íshafi

Þessi mynd var tekin í dag kl. 13.08 og tekin frá sama sjónarhorni og önnur mynd sem var tekin 25. okt. kl. 13:04 og er framar í albúmi, en þá var bjartur dagur
© myndir skipverjar á 2203. Þerney RE 1, úr 9. veiðiferð þessa árs og eru myndirnar teknar 7. og 8. nóv. 2013

Ægir skipstjóri að mæta á vakt og Friðrik yfirstýrimaður fer yfir tog næturinnar

Siggi kokkur að skera purusteikina í hádeginu

Vaktaskiptin í Vélarúminu, Kristján færir í dagbók það sem fram fór á vaktinni hjá honum. Smurt í færibönd á millidekki, þrifið í vélarúmi, lagfært salerni í líkamsræktaraðstöðu, svo eitthvað sé eitthvað sé nefnt

Klukkan 10:00 í morgun var sólin að síga hérna í norður Íshafi

Þessi mynd var tekin í dag kl. 13.08 og tekin frá sama sjónarhorni og önnur mynd sem var tekin 25. okt. kl. 13:04 og er framar í albúmi, en þá var bjartur dagur
© myndir skipverjar á 2203. Þerney RE 1, úr 9. veiðiferð þessa árs og eru myndirnar teknar 7. og 8. nóv. 2013
Skrifað af Emil Páli
