06.11.2013 12:48
Fernanda að koma að landi á Grundartanga
mbl.is:
Varðskipið Þór er á leið til hafnar með flutningaskipið Fernöndu. Hefur verið ákveðið að sigla með það í Grundartangahöfn.
Í samráði við Faxaflóahafnir og Umhverfisstofnun hefur verið ákveðið að draga skipið Fernanda til hafnar á Grundartanga.
Varðskipið Þór er þegar lagt af stað og er að áætlað að skipin verði komin til hafnar upp úr eitt í dag, segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Skrifað af Emil Páli
Varðskipið Þór við flutningaskipið Fernanda. Ljósmynd/Landhelgisgæslan