05.11.2013 15:00
Komnir í var undir Helguskeri
ruv.is:

Þór með Fernöndu í dragi fyrir utan Hafnarfjörð. RÚV-mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson.
Varðskipið Þór og flutningaskipið Fernanda eru nú komin í var undan Helguskeri í mynni Hafnarfjarðar. Svo getur farið að skipið verði dregið til hafnar síðar í dag.
Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerða hjá Landhelgisgæslunni segir að skipverjar og slökkviliðsmenn hafi farið um borð í Fernöndu í morgun og séu nú að gera lokaúttekt á því hvort allur eldur sé kulnaður um borð. Verði það staðfest verður skipið hugsanlega dregið til hafnar eftir hádegi í dag, en til stendur að dæla 100 tonnum af olíu úr skipinu.
Skrifað af Emil Páli
