03.11.2013 18:50
Verður Þór dreginn undir Vogastapa og síðan inn á Sundin í Reykjavík?
Svona miðað við veðurspá, þá sýnist mér að í nótt og í fyrrmálið verði mesta skjólið undir Vogastapa og síðan á sundunum við Reykjavík, enda voru það fulltrúar Faxaflóahafna svo og Hafnarfjarðarhafnar, sem voru á samráðsfundinum í dag. Eftir að hafa skoðað skipið hlýtur það því að verða annað hvort Hafnarfjörður að Reykjavík sem fær að hafa skipið einhvern tíma.

Hér er mynd sem sýnir þegar 2769. Þór dró Fernöndu út úr Hafnarfirði og 2489. Hamar fylgist með © mynd visir.is 1. nóv. 2013
AF FACEBOOK:
Emil Páll Jónsson þarna talaði ég um það ef skipið yrði dregið inn á Faxaflóa, en auðvitað er best að fara í var upp við Reykjanesskagann og þá frá Reykjanesi og í átt að Höfnum og samkvæmt fréttum RúV virðist það vera það sem verður gert.
