02.11.2013 21:30
Búrfell - Ásbjörn = Bergþór Hávarðarson
Hér kemur nokkur löng myndasyrpa sem er frá því að Berþór Hávarðarson, fór með Búrfellið, sem hann hafði þarna að vísu gefið bátnum nafnið Ásbjörn og skrá í Svíþjóð, fór í reynsluskiglingu þann 1. maí 1993. Auk mynda af bátnum þegar hann kemur nafnlaus til baka í Njarðvíkur er mynd af bátnum með Ásbjarnarnafninu, svo og myndir af Bergþóri sjálfum og öðrum sem sigldi með honum. Berþór var eins og margir vita bráðkvaddur fyrir nokkrum árum - Blessuð sé minning hans -


![]()

![]()








Þarna kemur Ásbjörn, hinn Sænski ex 17. Búrfell KE 140, inn til hafnar í Njarðvík eftir reynslusiglinguna 11. sept. 1993


Bergþór í brúarglugganum þegar hann leggur bátnum utan á 44. Kristbjörgu VE 70, sem hann var að spá í að draga með sér út og selja. Félagi hans í ferðinni sést í öðrum brúarglugga. Þeir sjást betur á næstu tveimur myndum.


Bergþór Hávarðarson (t. h.) og félagi hans sem fór með honum í reynslusiglinguna, en því miður man ég ekki nafnið á honum.

Hér er Bergþór búinn að merkja bátinn með Ásbjörnsnafninu, en það gerðist nokkrum dögum eftir reynslusiglinguna. Þarna er Ásbjörn þriðji bátur í röð, í Njarðvíkurhöfn, Næstur honum er 44. Kristbjörg VE 70 og svo er það 43. Elliði GK 445 © myndir Emil Páll, 1993
Smíðanúmer 36 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S í Harstad, en skrokkurinn hafði smíðanúmer 49 hjá Ankerleöken Verft A/S í Flörö í Noregi árið 1963. Lagt í maí 1991, tekinn af íslenskri skipaskrá 1992.
Eftir að báturinn hafði verið úreltur hóf Bergþór heitinn Hávarðarson undirbúning að því að breyta honum í viðgerðarskip fyrir skútur og fór verkið fram við bryggju í Njarðvik. Eftir baráttu við íslensk stjórnvöld og fyrrum eiganda, þar sem m.a. átti að draga bátinn til Írlands til niðurrifs, bjargaði það málunum að útgerð dráttarskipsins Hvanneyri sem átti að draga hann út varð gjaldþrota. Tókst Bergþóri þó að lokum að vinna sigur í málinu 27. mars 1993 og flaggaði hann þá sænska fánanum á bátnum og gaf honum nafnið Ásbjörn. Var báturinn þinglýstur sænskum ríkisborgara f.h. Bergþórs. 1. maí 1993. Þann 11. sept. 1993 fór Ásbjörn í reynslusiglingu. 1. júní 1996 hélt Ásbjörn síðan aftur úr höfn og nú sigldi hann fyrir eigin vélarafli til Garðarbæjar og síðan var förinni heitir til St. Martin, í nágrenni Porto Rico í Mið-Ameríku, endurskráðum með íslenskum fána. Þangað átti hann að draga með sér einn úreltan 44. Kristbjörgu VE 70. Ekkert varð þó úr þessum áformum og fóru leikar þannig að eftir þó nokkra veru var báturinn færður út á Arnarvoginn í lok október 2002. Fljótlega var honum þó lagt við bryggju í Hafnarfirði, þaðan var hann að lokum dreginn um mánaðarmótin mars/apríl 2004 upp á Akranesi þar sem hann var tættur niður í brotajárn.
Meðan báturinn var í Njarðvíkurhöfn bjó Bergþór um borð í honum.
Nöfn: Ásbjörn RE 400, Búrfell ÁR 40, Búrfell KE 140, Búrfell KE 45, Búrfell EA 930 og Ásbjörn
