01.11.2013 12:34
Verið að draga Fernöndu út úr höfninni
ruv.is:

Dráttarbátur er að draga Fernöndu úr höfninni. Það er í samræmi við þá ákvörðun sem var tekin um að draga skipið á haf út. Varðskipið Þór er með í för og þar eru sex til átta slökkviliðsmenn með í för.
Jón Viðar Matthíasson sagði í viðtali í hádegisfréttum að mikil hætta hefði verið á ferðum. Slökkviliðsmenn hefðu lagt sig í mikla hættu. Hann sagði ástæðuna fyrir því að skipið var dregið úr höfn vera meðal annars þá að hann vildi ekki stefna sínum mönnum í þetta mikla hættu.
Skrifað af Emil Páli
