01.11.2013 13:00
Irena Arctica og Fugro Discovery í Hafnarfjarðarhöfn
AF vef Hafnarfjarðarhafnar:
Rannsóknarskipið Fugro Discovery leitaði hafnar í Hafnarfirði á þriðjudag vegna óhagstæðs veðurs.
Grænlenska flutningaskipið Irena Arctica kom til Hafnarfjarðar á þriðjudag. Skipið flutti búnað Ístaks hf. sem notaður var við byggingu virkjunar ofan við bæinn Illulisat (Jakobshavn) á Grænlandi.
Á myndunum má sjá bæði skipin.
Aftan við Fugro Discovery má sjá togarann Baldvin Njálsson, en verið var að landa úr honum þegar myndin var tekin.
Aftan við Irena Arctica sést færeyski togarinn Ólavur Nolsoy, en hann var nýlega seldur til Færeyja frá Vestmannaeyjum. togarinn er nýkominn niður úr flotkví þar sem hann var hreinsaður og málaður og fleira.

Fugro Discovery, í Hafnafjarðarhöfn og aftan við hann er 2282. Baldvin Njálsson GK 400

Irena Aretica, í Hafnafjarðarhöfn og aftan við skipið er Ólavur Nolsoy ex Gandí VE og Rex HF © myndir af vef Hafnarfjarðarhafnar í okt. 2013
Rannsóknarskipið Fugro Discovery leitaði hafnar í Hafnarfirði á þriðjudag vegna óhagstæðs veðurs.
Grænlenska flutningaskipið Irena Arctica kom til Hafnarfjarðar á þriðjudag. Skipið flutti búnað Ístaks hf. sem notaður var við byggingu virkjunar ofan við bæinn Illulisat (Jakobshavn) á Grænlandi.
Á myndunum má sjá bæði skipin.
Aftan við Fugro Discovery má sjá togarann Baldvin Njálsson, en verið var að landa úr honum þegar myndin var tekin.
Aftan við Irena Arctica sést færeyski togarinn Ólavur Nolsoy, en hann var nýlega seldur til Færeyja frá Vestmannaeyjum. togarinn er nýkominn niður úr flotkví þar sem hann var hreinsaður og málaður og fleira.

Fugro Discovery, í Hafnafjarðarhöfn og aftan við hann er 2282. Baldvin Njálsson GK 400

Irena Aretica, í Hafnafjarðarhöfn og aftan við skipið er Ólavur Nolsoy ex Gandí VE og Rex HF © myndir af vef Hafnarfjarðarhafnar í okt. 2013
Skrifað af Emil Páli
