01.11.2013 12:07

Fernanda verður dregið út úr Hafnarfjarðarhöfn

visir.is:

Fernanda verður dregin út úr höfninni í Hafnarfirði.
                                Fernanda verður dregin út úr höfninni í Hafnarfirði.


Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Landhelgisgæslan undirbúa nú að draga flutningaskipið Fernöndu út úr Hafnarfjarðarhöfn þar sem reynt verður að slökkva eldinn um borð.

Fernanda var dregin inn í höfnina í morgun en skipið skíðlogaði að innan. Um hundrað tonn af olíu eru um borð í skipinu og stafar af því mikil hætta.

Um tuttugu slökkviliðsmenn taka þátt í slökkvistarfinu auk varðskipsins Þórs.

Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar segir þetta einu erfiðustu aðstæður sem slökkviliðsmenn hafa lent í og heppni að ekki sé um stærra skip að ræða.