30.10.2013 21:30
Seglskútu siglt með vélarafli frá Sandgerði og inn eftir - smá myndasyrpa
Fyrir stutt siðan sagði ég frá því að lokið væri viðgerð á skútunni AquArius, hjá Sólplasti o.fl. í Sandgerði. Þegar skútan kom í viðgerðina var hún flutt landleiðis af höfuðborgarsvæðinu og því mastrið skilið eftir innfrá. Nú þegar viðgerð var lokið, var ákveðið að flytja hana sjóleiðis innieftir að nýju, en þar sem mastrið var ekki með, varð að notast við hjálparvélina. Nokkur töf var á að skútan gæti farið, sökum veðurs en sem betur fer batnaði veðrið og AquArius, sem er í eigu Björns Jörundar tónlistamanns o.fl., gat því sigt inn eftir og hér eru nokkrar myndir af því þegar skútan var í Sandgerðishöfn og eins er hún fór þaðan, en myndirnar tók Jónas Jónsson.


2667. AquArius, við bryggju í Sandgerðishöfn



Skútan komin frá bryggju og gert klárt fyrir siglinguna


![]()

2667. AquArius, siglt út úr höfninni í Sandgerði © myndir Jónas Jónsson, í okt. 2013
