30.10.2013 13:20
Magnús Geir KE 5, í fyrsta sinn í heimahöfn sinni
Í gærkvöldi kom rækjuveiðiskipið Magnús Geir KE 5, í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar Keflavík. Ástæðan fyrir því að hann hefur ekki komið fyrr til heimahafnar var að í fyrstu var að eftir að nafnið var sett á hann í Reykjavík, kom veður í veg fyrir að hann kæmi við í Keflavík, er hann færi norður fyrir land til rækjuveiða. Síðan er hann kom suður til veiða á Eldeyjarrækju, landaði hann fyrst í Sandgerði og síðan átti hann að koma til Keflavíkur til að landa úr annarri veiðiferðinni, en þá var ekkert bryggjupláss í Keflavík og því fór hann til Njarðvíkur og í næstu löndun þar á eftir landaði hann í Grindavík og nú er það sem fyrr segir Keflavík sem varð fyrir valinu.
![]() |
1039. Magnús Geir KE 5, í heimahöfn sinni, Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 30. okt. 2013 |

