30.10.2013 15:30

Fernanda, ekki Fernando - var í reglulegum ferðum til Sandgerðis

Samkvæmt upplýsingum af vefsíðunni Marine Traffic þá átti skipið að koma til hafnar í Hafnarfirði á morgun. Þar átti skipið að sækja farm af minnkafóðri til útflutnings til Danmerkur. Hefur skipið verið einnig  í reglulegum ferðum til Sandgerðis, þar sem það hefur sótt líka minnkafóður til útflutnings til Danmerkur

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skipið Fernanda lendir í hrakningum við Ísland. Það strandaði í innsiglingunni í Sandgerði í maí á síðasta ári. Fernanda er skráð í Dóminíska lýðveldinu


                 Fernanda, í Sandgerði í síðasta mánuði © mynd Emil Páll, 9. sept. 2013