30.10.2013 09:12
Brotsjór kom á olíuflutningaskipið Laugarnes í gærkvöldi
visir.is:
Olíuflutningaskipið Laugarnes fékk á sig brotsjó þegar það var full lestað á siglingu norðvestur af Snæfellsnesi í gærkvöldi. Engan úr áhöfninni sakaði og skapaðist ekki hættuástand um borð, að sögn stjórnstöðvar Gæslunnar.
En brotsjórinn hreif út einn björgunarbát af skipinu og fór neyðarsendir hans í gang. Togarinn Ásbjörn var í grenndinni og fann áhöfn hans björgunarbátinn, tók hann um borð og slökkti á sendinum. Nú eru aðeins stór skip á sjó þar sem slæmt sjóveður er nánast umhverfis allt landið
Skrifað af Emil Páli
