29.10.2013 15:15

Moby Dick komin í vetrargeymslu hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur

Hvalaskoðunarbáturinn Moby Dick, sem í sumar var gerður út af Hvalaskoðun Keflavíkur í hvalaskoðun, er nú komin heim ef svo má segja, því skipið er í eigu Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og hefur verið það í þó nokkurn tíma. Reiknað er með að þegar pláss losnar í bátaskýli stöðvarinnar verði báturinn fluttur þangað inn, en fram að því verður hann á hliðarstæði í slippnum.

Reiknað er með að taka þráðinn upp að nýju með vori og fara  þá aftur í hvalaskoðun á vegum hvalaskoðunarfyrirtæksins.


                    46. Moby Dick, við slippbryggjuna í Njarðvík, í hádeginu í dag


                 Báturinn kominn upp í sleðanum nú síðdegis og verið að undirbúa flutning hans á hliðarstæði í slippnum  © myndir Emil Páll, 29. okt. 2013