28.10.2013 18:10

Venus GK 519, í Leirvík, eitt fjögurra systurskipa


                             977. Venus GK 519, í Leirvík © mynd Shetland Museum


Smíðaður hjá Ankerlokken Verft A/S í Florö, Noregi 1964. Seldur úr landi til Afríku 15. apríl 1997.

Var einn af fjórum systurskipum, en hin voru 239. Fróðaklettur GK 250, nú Tjaldanes GK 525,  233. Akurey RE 6, nú Erling KE 140 og 258. Snæfugl SU 20, sem var seldur til Afríku og síðan til Chile og að lokum til Mexíkó.

Þar sem þetta skip var síðasta skip Jóns Gíslasonar í Hafnarfirði, en hann gerði út fjölmörg skip, fékk hann viðurnefnið ,,Síðasti kletturinn".

Nöfn: Búðaklettur GK 251, Venus GK 519, Arnarnes HF 52, Arnarnes ÍS 400, Jakob Valgeir ÍS 84 og Flosi ÍS 15.