28.10.2013 11:06

Sunna, nýtt íslenskt skip - flytur sand frá Njarðvík til Neskaupstað

Fyrir helgi kom flutningaskipið Sunna, til Reykjavíkur, en útgerðarfélagið Nes ehf., í Hafnarfirði hefur keypt skipið og er það skráð í Tórshavn í Færeyjum. Um er að ræða 75 metra langt skip og 12 metra breitt sem síðast hét Svava Ocean. Skipstjóri á Sunnu er Njarðvíkingurinn Jón Magnússon, sem lengi var með flutningaskipið Axel.

Skipið er nú í Njarðvík að lesta sand sem fluttur verður til Neskaupstaðar til að nota í Norðfjarðargöngin. Um er að ræða 2000 tonn af sandi, en ekki veit ég á þessu stigi hvort skipið taki það í einni ferð.

Hér birti ég myndir sem ég tók af skipinu við bryggju í Njarðvík í morgun og eins myndir af sandinum á bryggjunni, en þær myndir tók ég í gær.


               





                   Sunna, í Njarðvíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 28. okt. 2013






            Sandurinn sem Sunna mun flytja frá Njarðvík til Neskaupstaðar © myndir Emil Páll, í gær, 27. okt. 2013

 

AF FACEBOOK:

Einar Örn Einarsson Islenskt? Er ekki verid ad tala um færeyskt skip? Skil ekki thessa medvirkni. Eru tha Samskip skipin Hollensk vegna thess ad Olafur Olafsson byr i Hollandi?

Emil Páll Jónsson Einar hvort sem þér líkar það vel eða illa, þá eru eigendur og útgerð skipsins skráð í Hafnarfirði. Skoðun þín varðandi Samskip og hvers lenskt það er þá er það líka ljóst að Samskip er ekki skráð í Hollandi.

  • Einar Örn Einarsson Islenskt skip siglir a Islenskum fana.
     
     
    Einar Örn Einarsson En allir skipavinir eru ordnir svo medvirkir med utgerdunum ad their keppast vid ad vidhalda thessu rugli. MItt skip er a norskum fana og er norskt. Ekki vegna thess hver a thad, heldur vegna thess ad thad hefur norskan fana, thar gidla norsk løg og norskir samningar. Thad er a abyrgd norskra yfirvalda. Alveg eins og at utlendingur sem byr a islandi er ekki Islendingur nema ad fara a Islenskt flagg. Ergo Islensur rikisborgari.
     
     
    Emil Páll Jónsson Við getum þó verið sammála um það að skipið er í eigu Íslenskra aðila, en skráð í Færeyjum.
     
    Einar Örn Einarsson Ju føreyskt skip i eigu islendinga
     

    Emil Páll Jónsson Þá getum við verið sammála um að stjórnvöld verða að fara að gera útgerðum þann möguleika á að skrá skip sín hérlendis, eins og Færeyingar, Norðmenn o.fl. hafa gert varðandi þau skip sem þar eru skráð. Þetta er bull eins og það er í dag.

    Einar Örn Einarsson sammala

  •  
  •