26.10.2013 12:00
Blíða SH 277, komin til Njarðvíkur
Eins og ég sagði frá um síðustu helgi hefur Lúðvík Börkur, keypt þrotabú Sægarps í Grundarfirði og þar með gildrur í sjó, öll tæki og Blíðu SH 277. Stendur til að flytja reksturinn til Njarðvíkur og í gær kom Blíða SH, þangað og tók ég þessa mynd af bátnum í morgun

1178. Blíða SH 277, í Njarðvíkurhöfn, í morgun © mynd Emil Páll, 26. okt. 2013
Skrifað af Emil Páli
