21.10.2013 10:28

Tjaldanes GK 525 vélarvana út af Önundarfirði

mbl.is:

Vélarvana út af Önundarfirði

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson.

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson. Ljósmyndmynd/bb.is

Verið er að draga netabát til hafnar á Flateyri eftir að hann varð fyrir vélarbilun út af Önundarfirði í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni barst tilkynning frá bátnum skömmu fyrir klukkan eitt og var þá björgunarskipið Gunnar Friðriksson var sendur til móts við hann.

Björgunarskipið var komið með bátinn í tog rétt fyrir klukkan fjögur. Ekki væsir um áhöfnina en nokkuð kalt er orðið um borð þar sem ljósavélar eru ekki í gangi. Tíu manns eru um borð.

Til viðbótar við fréttina á Mbl.is, upplýsist að þetta er Tjaldanes GK 525