21.10.2013 18:46
Síðan 4ra ára: 798.965 gestir og 6.178.670 flettingar
Smá grobb hjá mér: Núna kl. 18.46, er síðan 4 ára, en fyrstu færsluna setti ég inn, þann 21. okt. 2009 kl. 18.46 og síðan hefur aðsóknin verið ótrúleg, en samkvæmt tölum kl. 18.15, voru þá komnir 798.965 gestir og flettingarnar orðnar 6.178.670 og eru eitthvað hærri nú.
Af þessu tilefni vil ég þakka kærlega þeim fjölmörgu sem hafa sent mér myndir, upplýsingar og/eða annan stuðning á þessum tíma. Án þeirra væri síðan ekki svipur frá sjón. Svo ég gleymi engum, sleppi ég að birta nöfn þessara stuðningsmanna minna, en stend í mikilli þakkarskuld við þá, auk þeirra fjölmörgu sem fylgjast reglulega með síðunni.
Með kærri kveðju
Emil Páll Jónsson
AF FACEBOOK:
Heill og sæll Emil
Hjartan lega til hamingju með afang I gær
Megi þessi isða vaxa og dafna I nainni framtið
Bestu kveðjur
Gunnar Harðarson
Namibiu
