19.10.2013 22:15

Myndir frá 9 höfnum og tveggja mánaða gamlar makrílmyndir

Þó liðnir séu tveir mánuðir frá því að Árni Þór Baldursson í Odda, tók þessar myndir sem nú birtast er makrílveiðarnar stóðu sem hæst við Steingrímsfjörð, þá valdi ég nokkrar af þeim myndum sem hann tók og munu sumar birtast núna, en aðrar næstu daga. Árni Þór hefur verið mjög duglegur að taka myndir meðan þetta tímabil stóð yfir, því myndirnar frá honum eru fleiri hundruð, en auðvitað birti ég þær ekki allar, heldur hef ég tekið nokkar myndir úr  til birtinga.

Þetta eru þó ekki einu myndirnar sem komu i dag, því bæði þær sem ég tók sjálfur í dag og eins myndir frá öðrum, eru alls frá 9 stöðum á landinu, þ.e. Grindavík,  Njarðvík, Hafnarfirði, Reykjavík, Snæfellsnesi, Flateyri, Hólmavík, Drangsnesi og Siglufirði. Sem fyrr segir dreifist birting þessara mynda á nokkra daga, en nú birti ég smá syrpu frá Hólmavík og Drangsnesi, meðan makrílvertíðn stóð sem hæst eða 10. til 12. ágúst sl.




















             Frá makrílvertíðinni, á Drangsnesi og Hólmavík © myndir Árni Þór Baldursson í Odda, á tímabilinu 10. til 12. ágúst 2013